Sláum í gegn
Steinsögun + Múrbrot + Kjarnaborun
Steinsögun – Múrbrot – Kjarnaborun
Steindi ehf. er reynslumikið fyrirtæki með sérhæfingu í steinsögun, kjarnaborun, múrbroti og öðrum tengdum verkefnum. Með öflugan tækjakost og traust verkskipulag leggjum við áherslu á að framkvæma verkefni á sem skemmstum tíma, með sem minnstum óþægindum fyrir verkkaupa, ávallt með fagmennsku og gæði að leiðarljósi.
Ráðgjöf og verð
Faglega ráðgjöf við áætlaðar framkvæmdir veitum við frítt hvort sem um er að ræða stærri eða smærri verk. Við mætum á staðinn, metum aðstæður og umfang og gerum föst verðtilboð.
Steindi ehf. starfar náið með fyrirtækinu Heit gólf ehf. sem sér um færsingu og frágang fyrir gólfhitalagnir og þar með er hægt að bjóða heildarlausnir sem best er að vinna á sama tíma til að minnka rask og spara tíma.
Verkin tala
Sko ef einhvern vantar heitar lagnir eða flot á gólf heima hjá sér, þá eru þessir fáránlega fljótir, góðir og hagstæðir. Ég er ekki að segja þetta til þess að auglýsa þá, heldur bara massa sáttur kúnni, sem fór í milljón hringi með þetta áður en ég negldi þessa. Svo ef einhver vil spara sér tíma í að sigta úr torfinu þarna úti, þá mæli ég 100% með þeim.
Ég vill þakka ykkur fyrir vel unnið verk og góða þjónustu. Þeir hjá Heitum Gólfum komu til mín og fræstu fyrir gólfhita á 102 fermetrum af efri hæðinni. Samskipti voru bæði fagmanleg og ánægjuleg ásamt því að allar tímasetningar stóðust. Tækjabúnaður er öflugur og var fræsingin ryklaus. Ég er ekki með 3ja fasa rafmagn og það var því mikill kostur að þeir nota eigin rafstöð í vinnubílnum og þurfa ekki að tengjast rafmagnskerfi hússins. Þeir voru mjög sveigjanlegir og tóku vel í sérþarfir viðskiptavinarins s.s. að hafa þéttara lagnabil við útveggi og að fræsa fyrir 17mm gólfhitarörum í stað þess sem venja er.
Bestu þakkir fyrir frábæra þjónustu og fagleg vinnubrögð. Voru skotfljótir að fræsa og leggja hita í 70 fermetra og það ofan í grjótharða plötu. Það eru heldur engar ýkjur að húsið var töluvert hreinna þegar þeir voru búnir heldur en áður en þeir byrjuðu… með ólíkindum alveg… Ég gæti ekki verið sáttari og mæli 120% með þessu fyrirtæki.
Frítt tilboð – Sendu okkur skilaboð
Gæði út í gegn
Vörumerki sem við notumst við í okkar þjónustu.